Þrjár freknur mildaðar af haustinu
þurrar nasirnar, svartar holur
Engin grundvöllur fyrir brosi
þó brosir hún tómlega
Straumur liðast um huga hennar
Veldur hugarró sem þó æsir hana upp
Tengir umhverfið við hið forboðna
Geirvörtur harðar af kuldanum
Tærnar skítugar og sárar af götunni
Stærsta líffærið er hrjúft viðkomu
Hún snertir það heilagast á vanhelgan hátt
og sýgur kalt, rakt loftið
Veit það að dómgæslan verður hörð
en brosir þó tómlega er hún er rifin upp
Teymd í burtu eins og glæpamaður
Troðið inn í bíl og Hulin stingandi ull