Ég átti svo ferlega fallegan hest,
foli sá kunni að tölta.
Hinn tryggasti foli sem tölti lang best,
er týndur og hættur að rölta.
Á tíunda vetri varð tröllið mitt vart
við tólið er dró ‘ann í dauðann.
Að gef ‘onum kúlu var helvíti hart,
en hófsperran gerði ‘ann rauðan. *
Að kveðja þurfa klárinn atarna,
var kvöl sem ég aldrei fæ gleymt.
Folinn minn tryggi er feldur var þarna
fákinn þann hefur mig dreymt.
*Sbr. Blóð.