Á nöktu baki
skín í þyrnirós
þakta svörtum blöðum
Herðarnar
sleppa lakinu
neðar, niður á læri
Gengur frá mér
nær dynjandi rúðu
og hvítnar í ljósi
Máninn leikur
og regnið brenglar
útlínurnar verða mynd
Ég sé engil
vængirnir blakta
meðfram síðum hennar
Lakið loðir
svitinn storknar
hjartað hægir á sér
Hún veit af
en vill ekki sjá
að ég er hérna enn