Ástin, er stórt yrkisefni mönnum hjá.
Látum það nú liggja á milli hluta
En við ætlumst til of mikils, henni frá
Mættum gjarnan bregða kuta
Og skera stærri stykki frá.
“Ef ég ekki geri þetta ,elskar hann mig ekki”
Þetta er ……það ég þekki
“Ef hún ekki gerir nákvæmlega svona
elskar hún mig ekki …………….mín eiginkona.”
Hver getur lifað lengi við það?
Eignarhald og tilætlunarsemi
Er löngum grafið inní ástarhlutverkið
En er það þannig sem það á að vera?
Eða gerum við það, til að eigna okkur,
það sem annar réttilega á.
Þið viljið kannski meina að Ástin geri
okkur svona…………..En….nei
Það er ekki rétt.
Það er okkar sjálfra sök, því miður
sem snúum henni við, í okkar hag.