“Ég skrifaði þennan texta fyrir nokkru. Maður sem ég þekki var kominn á ystu nöf og við áttum saman spjall og útfrá því skrifaði ég þennan texta. Ég veit ekki hvort margir munu samþykkja þetta sem ljóð en þetta er tjáning og ég vona að einhver muni hafa gaman af því að lesa þetta.”

Það koma tímar
þar sem ég vakna og skil ekki neitt.
Ég sest upp í rúmi mínu,
lít í kringum
og veit ekki hvar ég er.
Horfi í spegil
og þekki ekki þann
sem lítur til baka.
Ég reyna að muna
en minnið er farið.

Ég lít inní hjarta mitt
og horfi á gjörðir mínar
og skil ekki hversvegna
ég geri það sem ég geri.
Já oft hef ég vaknað
og ekki skilið neitt
en þó, þegar hulan sveipist frá
skil ég og veit,
en það gleymist oft fljótt.
Of fljótt,
svo að ekkert gerist,
nema að ég vakna aftur
og aftur
ráðþrota og ringlaður
með nagandi samviskubit.

Ég hef logið, svikið og lifað í blekkingu.
Ég er bý til heim
þar sem allt er auðveldara,
þar sem ég fel gjörðir mínar með lygum
vegna þess sjálfsfyrirlitningin er svo mikil.
Ég hugsa og geri hluti sem ég skil ekki,
án þess að hugsa um hvaða afleiðingar
gjörðir mínar geta haft á aðra.
Ég er rottan sem nagar og nagar
í tilfinningalíf annarra
þar til það molnar og hrynur.
Ég geri hluti sem ég vill ekki gera
og skil ekki hvers vegna ég geri þá.
Ég skil ekki hvers vegna rökhugsun brást.
Ég skil ekkert,
nema að ég get ekki lifað svona lengur…