Flótti
Svo kemur myrkrið og þögnin go ég held að þá fái ég loksins frið frá mannfólkinu með öll orðin sem ég vil ekki heyra og hugmyndirnar sem ég vil ekki meðtaka. -Frið til að móta mínar hugmyndir eftir vilja mínum. Eins og leir. En í myrkrinu og þögninni er engan frið að finna. Þar glymur sannleikurinn sem aldrei fyrr. Slær mig utan undir, tuskar mig til og neyðir mig til að horfast í augu við sig.