—–
Svartar sólir, minningargrein.
Eins og stjörnur sem stímdu á hvora aðra skullu saman stálhvöss orð, en féllu hrá í grýtta storð eins og vopnin sem bitlaus vógu engan en vildu vega fáfræði og fordóma. Og eins og eldingin lýsir upp allan heiminn aðeins eitt augnablik, neistaði þetta atvik upp nóttina án þess að sofandi sálir tækju eftir.