Hér eru tvö fornyrðislög sem ég samdi, innblásinn af lýsingunni þegar Skarphéðinn vegur Þráinn í Njálu. Seinni vísan er fremur tengd brennunni og rifjar upp víg Höskuldar.
Hleypur Héðinn
höfuðísa
Blöðin heggur
herða Þráins
klýfur kroppinn
klauföx ramma
Brostinn bitgarð
blóðgan nemur
Brátt gjöra jaxlar
bileygan Helga
Dreyrugar Héðins
hendur af vígi
Svíður grund sáran
Surtarlogi
örlög sér kusu
Undan komst Kári