Ó hve ljúft ljósið er
Lengi hef ég beðið
Nú frostið fyrnist
og
fljótt það fer!

Bjarta stjarnan ávallt sín,
á stundum hulin bakvið ský-
Vonin veitir sýn á ný
Veginn til mín,
til mín.

Án þín hálf huglaus er
himininn verður tómur
án þín áttalaus er
enginn er harðari dómur.

Við tvö - sem ein sál
þó sjáist ekki nú
Úr litlum loga verður bál
Ljósið sem ég fann varst þú.