drýpur niður munnvikin
æskuástin nauðguð minning ein
réttir út höndina til himins
marið andlitið reynir að brosa
regndroparnir hefja loftárásir í kring
slökkva glampa í vondaufum augum
það er tími
sælgætið flæðir um einmana æðar
hjartað þiðnar með eldtungum
sköpunargáfan vaknar úr djúpum svefni
öskrar fram hina réttu tóna
galdrar fram réttu orðin
tónlistin þín
“True words are never spoken”