Hann vildi finna hamingjuna
hann beið heima
en ekki kom hamingjan

hann fór til
Spánar
Ástralíu
Indlands
en ekki var hamingjan þar

hann keypti bækur
fór í háskóla
en ekki var hamingjan þar

hún beið hans í litlu sjávarþorpi í Rússlandi