REYKUR OG BÓFI

Rétti út hendina
og vona að hann grípi.
Því ég sakna hans svo
og hjarta mitt engist.

Vinn fyrir kaupinu
sem er boðskort.
Í svimandi sælu
því er kynlífi fylgir.

Engin ný saga á ferð,
bara þreyttur gamall blues.
Það er alveg ljóst að það
getur ekki verið hver sem er.

Og ég hugsa til formæðra minna,
Hallgerður - Guðrún
gáfu mér tóninn
hvöttu mann og annan.

Og það er svo skrýtið
þegar orðin flæða
í gegnum naflastreng
símstöðvarinnar til hans.

Eggjar mig til nýbreytni,
að standa við taka séns.
Sjá hvað gerist ef
ég storka örlögunum.

Og það hvarflar að mér
að kannski sé hann að hlusta
þegar ég held að hann heyri ekki.
Er hann djöfullinn sjálfur?

En mig langar svo að snerta hann
- bara smá.