Hvað finnst Huga um þýðingar ? Veit að hér er gert ráð fyrir eigin ljóðum, sjálfum finnst mér góð þýðing fela í sér að yrkja það upp á nýtt, annars hverfur andi og blær ljóðsin …… læt alla vega eina flakka, “Sveppir” eftir Sylviu Plath, eitt uppáhaldsskáld mitt:

Á einni nóttu, afar
hvítlega, varlega
afar hljóðlega.

Tær okkar, nasir okkar
hertaka moldina,
eignast loftið.

Enginn sér okkur
stöðvar okkur, svíkur okkur.
Sandkornin víkja úr vegi.

Mjúkir hnefar heimta
að hefja upp barrið
laufhvíluna

jafnvel stéttina.
Hamrar okkar, múrbrjótar okkar,
eyrnalausir, augnalausir,

fullkomlega raddlausir,
víkka sprungur
troðast um holur. Við

nærumst aðeins á vatni,
skuggamylsnu.
Bljúgir í fasi, biðjum

um lítið sem ekkert.
Svo margir okkar!
Svo margir okkar!

Við erum hillurnar, við erum
borðin, við erum mjúkir
við erum ætir.

Mjakarar og troðarar
í trássi við okkur sjálfa
kyn okkar margfaldast.

Við munum að morgni
sitja að jörðinni einir.
Þegar komnir í gættina.