——————————————– ———————–
SANNUR ÍSLENDINGUR
hann stendur af sér storm og regn
hann stýmir uppí rokið
hann er þjóðarinnar dyggur þegn
hann þolir allt og er ekkert um megn
hann er feitur svo hann getur ekki fokiðmyndræn sýn
á veröldina
veldur misskilningi
————————————— —————————-
GULA SKITTLESIÐ ER BEST
ljósastaurar í sunnudagsbíltúr
koma við í select
tilað láta pússa vængina
litlar gular hænur
tína fótbolta uppaf gangstéttinni
það á að vera fótboltasúpa í kvöldmatinn
froskur með pípuhatt
reykir hass með sólarlaginu
og syngur jólalög
tvær mjólkurfernur
sofa í rigningunni
því það eru stjörnur á himninum
ég og þú
(í algjörum misskilningi)
kyssumst í draumi
einsog ég sagði
aðeins myndrænn misskilningur
afhverju skyldi ég annars kyssa þig?
——————————————— ———————-
Í SÖMU SKORÐUM
ég sit inní lítilli íbúð og bíð eftir þér
bíð og vona að þú hafir ekki gleymt mér
veit að þú kemur alltaf áðuren líður að lokum
með dópið í bréfum og örlitlum, götóttum pokum
svo setjumst við saman og sprautum hvort annað
okkur er alveg sama hvað má og hvað er bannað
ekkert skiptir máli annað en næsti skammtur
já, ég veit, ég er orðinn einsog hver annar fylliraftur
einusinni var ég ungur og stefndi hátt
núna hef ég elst og ég hugsa smátt
en líf mitt er gott ef þú kemur til mín
með dópið og fallegu brjóstin þín
eitt sinn varst þú einnig einsog ég er var ég ungur
hjarta þitt var stórt og hugurinn þungur
nú situr þú hvern sólarhring með mér á þínum rassi
og saman bíðum við eftir því að einhver reddi hassi
en einhverntíman verður allt fullkomið á ný
þá förum við í skóla og furðum okkur á því
að einhverntíman höfum við beðið saman
eftir ólöglegum efnum og þótt það gaman
svo verðum við rík og við vöðum í gulli og seðlum
vinnum á skrifstofu fullri af pappírum og bleðlum
og eignumst börn og hús útá seltjarnarnesi
kött sem heitir sókrates og hund sem heitir blesi
svo sitjum við hvert sumarkvöld og horfum á sólina sökkva
og bíðum með kynlíf uns börn eru sofnuð og byrjað að rökkva
en þá hellum við okkur á kaf í hvort annað
og gerum ýmislegt sem innan átján er bannað
-mitt ímyndurafl er ennþá jafngott og forðum
þegar ég tjáði mig ekki í hugsunum heldur heilsköpuðum orðum
ég veit að ég verð aldrei neitt
ég þrái þó ekki nema eitt
að líf mitt haldist fast í sömu skorðum
Því dýpra sem þú kafar, því minni líkur eru á að þú komist upp aftur… og við munum öll drukkna á endanum… mbwúhahaha… haha… ha?