Ég þrái gamla daga/liðnar stundir, lifaða tíma/allt það sem ég einu sinni kynntist er mér horfið, þetta líf sem birtist mér núna þessa daga er ekki eins og ég hef óskað mér/geri of mörg mistök, lifi í gegnum aðra, þá helst tónlistina mina/einu sinni gat ég horfst í augu við gagnrýni og mistök mín.. ekki lengur/sú var tíðin að ég gat hringt í vin minn og talað út, um öll mín vandamál, þá sjaldan að eitthvað var að./núna stend ég ein, enginn vill ljá mér eyra, enginn sem eg get leyft að heyra, það sem hvílir á mér/ ástæðurnar eru líklega sumpart mín megin, en samt mest hjá hinum/
Flökkueðlið ræður í mér ríkjum, fönguð sál í fjötrum, sé enga leið út/ út,útúr þessum erfiðleikum sem á mér hvíla, en enginn veit af.. nema ég!
Í djúpum síkjum leyndarmála, og lokaðri kistu óleystra deilna, faldi ég hjartað mitt/ég get ekki leitað að því ein, það vill enginn hjálpa mér/
Sál minni var nauðgað/líkaminn sat og horfði á/hugurinn víðs fjarri/ vímuð gat ekkert gert í því./
Ég hef ekki leitað hjálpar/en samt fékk ég hana uppí hendurnar/
Var ég heppin eða hvað?/inná geðdeild mér líður ekki eins og manneskju, frekar eins og verkefnis sem þarf að leysa af skyldurækninni einskærri/
Hver vill vera vinur minn?/ég fékk einn vin uppí hendurnar, valinn af manni útí bæ, af handahófi/fifty\fifty að okkur eigi eftir að koma vel saman./og hvort það gerði.. ég trúi á Guð og veit að hann var hér að verki/ hann vill mér vel og ég vona að þetta gangi vel. Við eigum vel saman/ ég vona einnig að Guð sendi englana sína til að vaka yfir þessum vini/ sem eg þekki lítið, en finnst ég samt þekkja betur en sjálfa mig……