Ég á mér draum
Ég á mér draum um fagra veröld fríða
og falleg orð sem sveipuð eru sannleik,
sem styrkja alla þá sem verða á vegi mínum.
Þú angurværa hugsýn sem aldrei verður til,
eins og ófætt barn sem aldrei fær að fæðast..
Hvert eitt augnablik sem heyri fallegt orð,
og meiningin á bak við er svo skýr,
ég verð svo glöð og gef á móti bros,
sem kemur allt frá innstu hjartarótum.
Mér líður eins og ég sé fædd í gær
Hvert stefnir þessi orðavondi heimur,
sem eyðileggur öll þau ljúfu orð.
Sem okkur eru lögð í munn í æsku,
og eiga að gefa okkur tækifæri,
til að betrumbæta heiminn og okkur sjálf.