Land og Náttúruvernd.
Hvað mínu landi hefur þú gert
hvar er náttúran sem rómuð var.
Hver þetta ákvað væri þess vert
Verndar hér enginn gróðurfar.
Fyrir hvern er á fórninni hert
Frá hverjum er okkur gefið svar.
Þannig spyrja börn minna barna
bætir enginn þó ámælisvert væri.
Reisa stærðarlón og stýflur þarna.
stóðu mótmæli lengi ef í átök færi.
Eftirsjá mikil líta fegurð farna
fláttsemi og landsvik framtíð næri.
Er ekki heimska meta hluti kalt
hafna þar annara fegurðarskyni.
Er ekki á landinu verðmatið valt
Verð ég mínum segja sonarsyni.
Svona kæri er hið kalda vegasalt
kolsvört iðja enga náttúruvini.
Grátur að morgni graseyðingar dags
gróður mikil er náttúru daman.
Kannað verði betur að leita lags
land og gróður skemmd í framan.
Við lögum í færni sérhvers fags
er farnast þá unnið er saman.