Hvað skal velja….?
Dimmum augum horfir tómið í
Kaðall brugðinn, tilbúinn í hendi
Finnst sem ætíð, allt er fyrir bí
Enn og aftur er sem myrkrið bendi
Á flóttans gamla veg.
Sálarinnar myrkur endurspeglast
Í dimmum næturhimins kjarna,
sem seiðir sálartetrið viljalausa.
Himinhvolfsins gullna stjarna
blikkar ákaft, til að sýna honum
viljans sterka veg.
Hvort hann kemur til að gera
Það hann vill, við vitum eigi
Verðum að bíða þar til ……..
rétta stundin rennur upp.
Því að dagurinn er ekki liðinn
og vegurinn er hulinn myrkri enn