Ráðvillt með þandar taugar
Stress og eilíf kvöl, daginn langan
Horfi í allar áttir,að von sem ekki er.
Líflaust bergmál, kveljandi tómleiki.
Eða hvað.
Löngun verður oft að veruleika.
Skyndilega.
Silfurslegnir geislar víðáttunnar
Alheimsins margbreytileiki
Leikur sér í flóði framtíðar.
Undurfagrir tónar hljóma
Þýtt í eyrum mér
Hve undarlegt
Og þó
Blóm skarta sínu fegursta
Börn og dýr að leik
Fullorðið fólk sem gleðst
Vonin vaknar
Einmanaleikinn gufar upp.
Sem dögg fyrir sólu
Hve yndislegt er ekki lífið
Þrátt fyrir allt.