Ég er brjóstmylkingur dauðans,
brennivín ég drekk.
Máttugur er himinn kvöldroðans
þar sem ég sit einn á bekk.
Heldra fólk í heilsubótargöngum
lítur ræfilinn mig.
Vökvinn heldur mér föngum
og ég kalla á þig.
Já, almáttugur Guð, hví skópstu þennan mann
Sem ráfar um ölvaður
Með brostnar vonir sem hann ann.
Hann var eitt sinn fullgildur maður.
Nú er ég hér og hrópa þitt nafn
Smáður af lífsins nautnum
Samviskn svört sem hrafn
Við endum ekki öll í sama grautnum.
Nei, við endum ekki öll í sama grautnum.
Óréttlæti heimsins ætlar af mér að ganga.
Óhræsið þitt, almáttugi himnasmiður.
Ég hugsa oft að best væri mér að farga
og fara beina leið niður.
En ég veit þú fyrirgefur mér mín orð og mínar syndir
Og hífir mig upp á hinsta degi,
þó í flösku ég finni mínar heilögu lindir
Og þinn heilaga anda þar þreyi.