Hæ hæ, ég er algjör byrjandi í ljóðagerð og mig langaði að fá álit annarra á fyrsta ljóðinu mínu þar sem ég virkilega hugsaði um að nota myndmál og svoleiðis. Hér kemur það svo…
Draumur
Ef ég gæti gert hvað sem ég vildi,
hlypi ég á ströndum ástarinnar,
synti í lindum heiðarleikans,
flygi á vængjum frelsisins
og andaði að mér lofti hárra tryggðafjalla.
Svo legðist ég niður á grænu engi
eins og lítið þreytt lamb
og léti blæinn strjúka mér blítt um vanga.
Ég lygndi aftur augunum
og mér birtust draumsýnir,
þúsund rauðar rósir í faðmi eilífðarinnar,
sem stæði undir regnboga og brosti til mín.