hugsaði ég eitt andartak er ég opnaði augun.
Hélt enn ég væri dauður,
sá ekki sénsinn á að hreyfa nokkurn skapaðann,
lamaðann líkamspart fyrr en ég fattaði:
ég var bara þorskþunnur og rotin kartafla.
En furðulegt.. ég vissi ekki ég ætti sófa
Aldrei fyrr í sögu mannkyns á Íslandi, í þessum sófa sem ég á ekki,
hefur nokkur maður nokkurntímann fyrr
upplifað aðra eins þrusumagnaða þynnku.
Ég stökk út úr sófanum, hrundi í gólfið því þar átti ég heima,
sá gleraugun í gólfin’og setti’ðau á.
Og óóó, af hverju þarf þessi heimur að vera svo bjartur og skýr..?
og hvers vegna þarf sólin að skína svo glaðleg og hýr?
..og af hverju þarf ég að flatmaga örmagna, orkulaus, lifandi-dauður…
Færi mig og forðast skinið,
hnífskarpt skinið í skimandi augu
og sé þá hvar úti í horni húmir
skeggjaður, síðhærður timburverkjamaður með tístandi augu
hlæjandi að yðar timbruðum.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?