Ég sé mig horfa í glampandi glettin augu þín
þar sem við stöndum
undir glitrandi stjörnum
og hálfum mána.
Ég rétti frammhönd mína
og ég upplifi hjarta þitt
blæðandi í henni
slá sinn síðasta takt.
Blóð þitt drípur af því og blandast dögginni
sem lekur eftir strái niður á jörð
þar sameinast blóð þitt henni og nærir hana
og ég legg frá mér hjartað.
Ég sní við það baki
og labba burt.
Í átt að æðri tilveru
sem mér var lofað yfir Wiski glasi á bar um daginn.