22.12.2002


Engir finnast sem allt vita
að veisla jóla var búin til.
Hvenær þar hófst að rita
hverjir gerðu jólum skil.
Raðist þekking biti í bita
birtast þér horfin aldabil.

Höfð er hátið við röðuls ris
ríkuleg teiti vítt um land.
Dafnar heiðni blossa blys
bændur þeystu á Goða gand.
Frelsis njóta og gera gys
gantast vit og speki í bland.

Skáldskapar sköpunar brúin
skammtaði mönnum betri leið.
Litfögur klæði lítt skarti búin
litorpið fólkið á grónum meið.
Fögur er hrundin frelsinu knúin
fræðist um lífið og ættar seið.

Lífið frjálst og gamnið glæddi
gæfa og lukka fylgdi ranni.
Tengsl við Guð í börnin græddi
guðleg verndin var með sanni.
Þá gerist það er guði hræddi
gæskan víkur fyrir manni.

Birtist á sviðinu boðandi trúar
barðist hann fyrir gyldum verri.
Leitaði friðsemdin laga brúar
lýgin er sönn og spekin óþverri
Beitti í afbrýði brögðum frúar
byrla þú finnur í sögu hverri,.

Sunna í norðri seig fyrir leytið
situr í dimmu guðveikur maður.
Guðs manna siðum boðun breytið
burt skulu jólin ei meira daður.
Bönnuð mægðun brenglað teitið
brotin heiðni matföng og þvaður.

Köruð Jól við kneyfandi öl
kyndugur siður öskrandi geim.
Leiðinda sambönd léttlyndi böl
létt verk að senda fólkið heim.
að morgni Sunna frosin föl
færði í stílinn nýjan keim.

Guðinn lofaði guðsmanni því
gæti hann breytt þar um siði.
Æðstan setjann embætti í
ennismerktan ráða sviði.
Hér færðu trúmanns nafn á ný
nú skaltu verða að liði.

Nýjustu siðir nýta kenndir
nú ég kynni kúgaramessu.
Illur hugur alla hendir
hafni einn fer allt í klessu.
Enginn góður á mig bendir
Innrættu hverjir ráði þessu.

Hvaða lausnir vinna á vanda
vantar góðleik bregðast við.
guði treysta styðja og standa
stefna á hugans frelsis svið.
kúgun hatur kærleik granda
komin stund fyrir guðalið.

Vona að ljóðið sé rétt en ég vil fá ábendingar um gallana og góðar skýringar, því eftil vill færist ég meira í fang en ég ræð við. Nísir.