Langur skugginn
elti sjálfstraut
stúlkunnar.

Læddist inn í hjartað
tróð á tilfinningunum
og setti illgresi
í sálina.

Myrkvuð augu
framtíðarinnar
lokuðust.