Þetta er uppkast að ljóði, og hluti af fyrrgreindri hugmynd minni að ljóðabók sófakommans.



Sterkur var hann Stalín
og hafði framtíðarsýn
losaði sig við milljónir
því þær voru víst fyrir
reisti sér styttur og stoð
það dugir sjaldan miðjumoð
þegar stjórna á rauðu ríki
og reisa um það síki
í varsjárbandalagslíki

Sterkur var hann Stalín
settur var í formalín
á meðan milljónirnar í síberíu frusu
mörg þeirra það yfir sig kusu
með því að vera til
en það var þeim í vil
ef þau voru þegar látin

Sterkur var hann Stalín
en svo kom á daginn
að slátrari var þar falinn
sagan skiptir svo oft um skoðun
við nánari skoðun
orð hans voru einræði
og var hans bjargræði
að bændaskarinn
lá í valnum

Sterkur var hann Stalín
og átti framtíðarsýn
en heimurinn segir annað
og Krustsjof gat það sannað
að maðurinn var djöfull
og æði hverfull
tortryggði flesta
og drap þá flesta
því líf þeirra var bannað

Sterkur var hann Stalín
á hann sólin sterkt skín
en áfram hann skelfur
þó makir japli á hans líki
liggur sál hans í himnaríki
svo Guð geti refsað honum sjálfur.
—–