Þegar þú fórst mér frá
var sem napur haustvindur blési
og hrímköld hönd að hjarta legðist
blómin drupu höfði
og úti ríkti eilíf nótt.
Frá þeim degi er sólin settist í vestri
er sem skýjahula alla birtu deyði
sál mín grætur í saknaðar þoku
sem að eilífu líður mér um brá.