Já mörgum finnst danskan hljóma kjánalega vegna kokhljóðanna sem eru í henni. Danskan breyttist því miður svona á sínum tíma, til hins verra með framburðinn, vegna áhrifa frá Frakklandi.
Það þótti fínt að tala frönsku og danska hirðin reyndi að herma eftir frönskunni með þessum afleiðingum.
Það átti meira að segja að taka upp að kenna í skólum á frönsku en var hætt við það sem betur fer
Já mér finnst sænskan skemmtileg en þó finnst mér dálítið skemma fyrir ‘kvörtunartónninn’ í framburðinum. En hún er merkilega lík íslenskunni.
Kv. c