Jæja, nú er mér farið að líka við svæðið.
“- af gigt sárkvaldir á köldum dögum -”
vs.
“-sárkvaldar af gigt á köldum dögum-”
Ég vil halda mig við fyrri útgáfuna. Ástæða: Mér finnst kvölin koma of snemma í línunni annars og ekki næg áhersla á það, það er nánast hlaupið yfir hana. Kvölin er ‘aðaláherslan’ í línunni, gigtin er aukaatriði samanborið við það. Línan byrjar þannig létt, og síðan koma áherslurnar í sterkum k- og löngum ö-hljóðum með mikilli fyllingu.
(“Hvað í ósköpunum, er'etta ljóð eða kaka?”)
'sem engan hafði grunað
að gítarinn hefði í iðrum sínum að geyma;'
vs.
'sem engan hafði grunað
að gítarinn í iðrum sínum geymdi'.
Jamm. Það fer e.t.v. ekki vel eins og þú segir að hafa “hafði” og “hefði” svona nálægt, en ég er með aðra lausn sem mig minnir að ég hafi verið að velta fyrir mér:
'sem engan gat grunað
að gítarinn hefði í iðrum sínum að geyma;'
Hefði passar reyndar betur hvað hljóminn varðar, það er mun mýkra. Mér líst ekki alveg eins vel á að hafa geymDI. Það er mun harðara og styttra; ég reyni að hafa allt yfirbragð ljóðsins mjúkt og draumkennt og því finnst mér geyMA passa betur.
“og sex strengir gerðu þetta kvöld.”
Vitlaus orðaröð…? Endilega útskýrðu betur. Mér finnst sex strengir réttara en strengir sex og eðlilegri talmáti.
varðandi það það þar… rétt. Held ég hafi samt fundið betri leið:
Þau heyrðu það öll í hverjum slætti
er strengirnir titruðu
og lifnuðu við undir snertingu hans
tilfinningar sínar á tónaformi
hispurslaust útlagðar.
Og já, sínar hefur skemmtilega tvíræða merkingu þarna. Hann er að tjá tilfinningar sínar, og eins og skáldum er tamt að gera, tjáir hann það sem fólk á erfitt með að koma orðum að.
Eða eins og Keats - sá rétti - sagði:
'Tis the man who with a man
Is an equal, be he King
Or poorest of the beggar-clan,
Or any other wondrous thing
A man may be ‘twixt ape and Plato;
’Tis the man who with a bird,
Wren or eagle, finds his way to
All its instincts; he hath heard
The lion's roaring, and can tell
What his horny throat expresseth,
And to him the tiger's yell
Comes articulate and presseth
On his ear like mother-tongue… - -
Á eða Í? Það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér í þessu, á er reyndar mun mýkra en í-ið og varð þess vegna fyrir valinu. En… held ég breyti því ef það er málfræðilega vitlaust samt. Rétt skal vera rétt.
Og lítið leyndarmál, en alls ekki taka tillit til þess - þetta er útgáfa 0.8 af ljóðinu…
Bestu sólskinskveðjur,
Laurent/Keats
Le mieux est l'ennemi du bien!