Manstu er við festar leystum
hlógum og sungum lífinu þakkargjörð
manstu þegar þeir spiluðu áfram
fyrir alla
- á himni og á jörð

Við stigum ung í dansins tryllta æði
dansinn við kunnum, og dönsuðum því bæði
hugrökk við gengum til móts við framtíð bjarta
þá eldur brann í hverju hjarta
- svo drukkum við djúpar skálar
og fetuðum brautir hálar

Við sem höfðum töfratjöldin gist
og vaknað frjáls við minninganna morgunljóma
vissum ekki hvað við höfðum mist
en heyrðum fjöldans sorgir óma

Dansinn hafði á jörðina krossmark dregið
gleðin í lífinu, fólk í valnum legið
okkar ungu sálir þöktust sárum
- þá sorgarböndin við saman bárum

Lengi kvölds við sátum við stjarnanna geimsteina-glit
glímdum við lífsins gátur, laus við stormanna þyt
svo drukkum við aftur af djúpum skálum
því brynna verður þyrstum sálum.

Nuwanda