Sæl C,
Ég mismælti mig reyndar hér að ofan þegar ég sagði að ég hefði skopstælt Stelsýkina, ég át það bara upp eftir þér. Ég hef hvergi sagt að ég væri að skopstæla Stelsýkina. Ég sagði að það hefði verið innblástur að Hviðunni. Það var hitt ljóðið sem ég skopstældi. Ég efast líka um að margir hafi áttað sig á samhengi milli ljóðanna tveggja nema ég og þú.
Hefði ég virkilega ætlað að skopstæla eitthvað eftir þig þá hefði ég gert það með mun grimmúðlegri og háðslegri hætti. Já, ég get það. En ég bara geri það ekki. Tja…. það er að segja ég forðast það í lengstu lög og myndi hiklaust gera það - en aðeins í nauðvörn.
Hugsunin með Hviðunni var að mér fannst of lítið gert með möguleika ljóðformsins í Stelsýkinni; það að beita orðum og setningum til þess að ná ákveðnu ‘andrúmslofti’.
Með öðrum orðum að tjá hlutina ekki aðeins með meiningu orðanna heldur öðrum eðliseiginleikum þeirra eins og hraða, lengd, mýkt og áherslur, hlutur sem Pope tekst á við í ‘Essay on Criticism’, sem ég póstaði sem ‘Leiðbeiningar í bundnu máli’ á korkinum.
Það er hægt að tjá svo margt með þessum hætti og mér finnst oft of lítið spáð í það. Ekki að það sé eina leiðin til að yrkja. Þetta er reyndar stíll sem ég beiti mikið sjálfur í minni ljóðagerð.
Mér fannst Stelsýkin - og þetta er ekki illa meint - frekar dauf að þessu leyti. Ekki það að ég ætli að þröngva þessum stíl í ljóðagerð upp á alla.
Ég átti um tvo kosti að velja; annað hvort að gera athugasemd beint (og fá enn meiri blammeringar sem ég bara hef eiginlega ekki tíma til að sinna) eða að yrkja eitt sem dæmi um það sem ég átti við. Ég valdi seinni kostinn. Ég ætla ekki að halda því fram að mitt sé betra (né að það sé síðra), en það sýnir samt sem áður andstæðurnar nokkuð skýrt á þessum tveimur ljóðum.
bestu kveðjur,
Laurent/Keats