Hverju bíttar það.


Ég hef ekki höfuðstaf né stuðla.
Og hverju bíttar það?
Ég bara nenni ekki að læra bragðarfræðina.
En ég er samt micro skáld.
Og mér líkar mín fáu ljóð.
Og mér líkar mín fáu ljóð.

Sit og læt mér dreima um andlegt heilbrigði.
Kvarta ekki í Guð og ásala ekki Djöfulinn, sem
birst hefur í hundslíki með veðmál í farteskinu
tilbúinn til þjónustu oftar en einusinni, um neitt.

Og ég les ljóð eftir Sigfús Daðason og líkar þaug ágjætlega.
Hann er greinilega velgefin og menntaður maður
sem lesið hefur gríska goðafræði.
Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur menntaða hælana
í ný pússuðum skónum.

Hverju bíttar það svosem?
Og hvaða máli skiptir að ég komi ekki
einusinni mínum ljóðum á framfæri
vegna slæmrar stafsettningar?
Já, hverjum er ekki sama?

Ég er öngvin ritsnillingur sem á framtíðina fyrir sér.
Ég er engvin, ég er minna en ekki neitt.
Það eina sem ég get með nokkuð góðu móti er að lesa
en ég skil ekki einu sinni allt.
Svo sem latínurumsurnar í Íslandsklukkuni,
kaflan í Atomstöðini, goðafræðina í Fást.
En geðveikina í Stirnberg skil ég svo vel
því ég er sjálfur geðveikur og mér
finst Þórbergur vera kjáni.

Já, ég geng ekki heill til skógar.
Minn skógur er brunninn, höggvin niður.
Ekki af illra manna höndum.
Nei, ég kveikti eldinn sjálfur og var með mína eigin öxi.
Einn í nóttini og skreið í felur á dagin með brunasár…

Svo ég fari út í léttari sálma þá er karlinn í tunglinu
líklegast skildur mér. Við vöxum og minkum
til skiptis og höfum báðir aðdráttarafl.
Erum báðir fallegir og gamlir.
ég á sálini hann allur.
Það er þó stigsmunur.

Hverju skiptir það?

Veraldarvafstur viðskipta og stjórnmálamanna
á eftir að fara með okkur flest í gröfina.
það er það eina sem ég veit fyrir víst.
Fyrr eða seinna þeir eiga eftir að gera það.
Hvað um það. Hverjum er ekki sama?
Ég kvarta ekki í Guð og ásala ekki Djöfulinn um neitt.