Jah greinilega ekki mikill tími sem hefur farið í þetta ljóð en mér finnst það ágætt.
Eitt samt, og það tengist ekki ljóðinu, væriru til í að útskýra örlítið hvað þú ert að tjá með ljóðinu, hjálpa mér að skilja pælinguna, því ólíkt öðrum hérna (cocobana sjá svar hans við Frídegi 7 ágúst klukkan 00:20) ætla ég ekki að þykjast skilja öll ljóðin hérna og allar pælingar bakvið þau…
Ég var ekki að þykjast skilja pælinguna oddurthorr. Ég einfaldlega ruglaði klif saman við ris þar sem langt er síðan ég las um þessi fræði. Ég á við ris t.d í.leikritum,sögum og fleiri ritverkum eða þar sem verkið rís hæst. Þess vegna misskildi ég vísuorðið.Hélt að Sólufegri ætti við, hvað æfintýri væri án riss. Og bið ég hana afsökunar á því . En aftur á móti er ris líka í ljóðum þar sem áhersluatkvæði eru. Klifun er náttúrulega nafnorð dregið af sagnorðinu að klifa. Að klifa á einhverju.
Fyrirgefðu, en ég hélt að þú værir það skýr að skilja hvað það þýðir ‘að klifa á einhverju’ Það þýðir einfaldlega ‘að endurtaka eitthvað’ þú hefðir því átt að skilja þetta tiltölulega einfalda samhengi. Legg því vinsamlega til að þú lesir þér til í íslensku máli svo þú komir ekki svona upp um fáfræði þína. Það myndi örugglega koma þér til góða í gagnrýninni framvegis. Vona að þér gangi vel í náminu. Kveðja c
Það má eiginlega segja að þetta ljóð sé æfing í formi - og mótsvar við “Stelsýki”. Áherslur og línuskiptingar eru notaðar til að ‘líkja eftir’ vindhviðum sem feykja hlut (pappírssnifsi) í stökkum yfir veginn. Skiptingin milli 2. og 3. línu er þannig með vilja gerð. Í síðustu línunni ber öflugur strekkingsvindur síðan snifsið mjúklega á brott án frekari viðkomu.
Þessi beiting orða, áherslna og skiptinga er einnig að finna í Jass-ljóðinu B3 sem ég hef póstað hér áður, það er þó mun vandaðra en þetta.
Punkturinn með ljóðinu er að fólk mætti gjarnan huga meira að hljómi tungumálsins þegar það yrkir.
Alveg bráðfyndið ljóð en ætla samt að koma með smá tillögu. Yrði það ekki enn betra ef þú breyttir síðustu línunni. '- og bar svo á brott í hægum' vindgangi?.
Orðin glerhús og steinar koma upp í huga mér þegar ég les þessa athugasemd.
Ég póstaði þetta litla ljóð aðallega svo þú hefðir eitthvað til að japla á. Ég bjóst ekki við öðruvísi kommenti frá þér, var svo til búinn að stóla á það, miðað við það hvernig þú hefur tekið gagnrýni minni í fyrri póstum. Ekki að það skipti mig nokkru máli. Vona að þér líði betur núna.
Vindgangur er reyndar einmitt orð sem poppaði upp í hugann þegar ég las Stelsýki - var bara ekki að kommentera á það. Það ljóð var reyndar innblásturinn að þessu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..