Sól skín
á stað.
Stað sem
enginn sér.
Stað þar sem
myrkrið sefur,
værum svefni,
þungum svefni.

Sól skín á stað.
Stað þar sem myrkrið býr.

Sól skín á stað,
gefur gjafir sínar.
Gefur Birtu og Hlýju,
sisturnar sem sigra allt myrkur.

Myrkrið vaknar,
horfir og hverfur inn í sig.

Myrkrið er búið að sofa.
Syfjað og sælt
vakir það
í andhverfu sinni,
ljósinu.

Myrkrið þarf ekki
að koma aftur.
Það er búið að sofa.