Draumsamband
Hvað þig hefur dreymt í nótt
hugar vakið þanka minn.
Létt mun lausnin eftirsótt
leitar hver í huga sinn.
Beina leiðin gefur gnótt
gárað hefur hugann þinn.
Skoðun guðs að skipa erfðir
skapar lífið hvar sem gefur
Skynja af eðli guða gerðir
galli jarðar heiminn tefur.
Leita festu lögmáls verðir
lítill maður í þroska sefur.
Draumatengsli dáins manns
dofni miðlun berum orðum.
Komum einu til ættingjans
allir verða líkt og forðum.
Draumar móta huga hans
um hentugt líf í skorðum
Draumasambönd dánu manns
dafna á réttum brautum farið.
Hans var ævin glamúr glans
gerfi líf með hlekkjum varið.
Draumar gerðu stjörnu stans
á þroskastigum í bresti barið.
Sterkir móta stefnu draumar
stillar benda á dofinn haus.
Draumagjafans stríðu straumar
stundum tengslin gera laus.
Kraumi vitund Dofna draumar
draumaþegi annað kaus.
sent til prufu, kanna viðbrögð.Er ekki með myndskanna málið í vinnslu.