sé myrkrið vefja sig dularklæðum
skynja regnið á vanganum renna
og spennu í brjóstinu brenna…
heyri grasið ýfast undan fótum mér
sé myrkrið stara í angist á ljósið
skynja skordýrin undir skóm kremjast
og heilann í höfðinu lemjast…
heyri raddirnar hækka í huganum
sé myrkrið flýja undan birtunni
skynja andardrátt þeirra skríða nær
og óttann forða sér niður í tær…
heyri bíla á sæbraut keyra framhjá
sé myrkrið við sundin hrasa um stein
skynja fagurt húsið kalla hærra
“það er einum sjúklingi færra…!”
…
heyri feitu læknana stynja mér hjá
sé myrkrið dotta og falla í dá
skynja treyjuna falla vel að höndum
og ég er aftur í Kleppsins böndum…
-pardus-
***Ekki sjálfsævisögulegt :þ – Datt þetta bara allt í einu í hug, flóttatilraun frá Kleppi***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.