Horfi með berum augum á lifandi dæmi þess hvað þessi heimur getur skeikað/
Hér áður var allt í blóma ,gatan lifði á lífum annara/
Börn við leik í hverju skoti en nú aðeins minningar frá tímum barnanna/
Frá fæðingu til dauða þessi gata upplifði margt/
Ófá skakkaföll, hrynjandi áfalla en hún komst samt yfir það/
En einn daginn hrundi allt gatan misst sál sína/
Fólk fór að ágirnast eigur náungans ,sálin var ekki eins til ásýndar/
Týndar sálir fyrrum íbúa færast hægt um með vindinum/
Gatan stóð fyrir hamingju en nú aðeins samansafn af minningum/
Blóm sem áður döfnuðu ,visnuðu og týndust í moldinni/
Hamingja gleymd í sorginni því í götunni hafa öll orðin tínst/
Gatan reyndi að tjá sig um sárin sem hana umlyktu/
Árin þurkuðu ekki burt tárin því íbúarnir eigji hlustuðu/
Lífið sem hana sveipaði hvarf einn daginn án svara/
Án allra átaka ,sálin hvarf , eftir stóð einmanna grá gata/
Engin svör fundust aðeins ófáar ósvaraðar spurningar/
Grakenndri slisju umlyktar, fullri óvissu umkringdar/
Hún var áður ýmind stöðuleika en táknar nú fallna ýmind/
…sagan sígild…………………………..GATA LÍFSINS!
Fylgstu með