1. Miðað við annað sem er póstað hér, hver getur sagt að skeytið hafi ekki verið ljóð?
2. Af hverju heldurðu að ég hafi verið að gagnrýna SKÁLDIÐ? (hint, hint)
En ef þú tekur því þannig…
3. Það læra held ég fáir á að fá eintómt “ó þetta er flott”. Fólk lærir af mistökum - sínum eða annarra.
4. Til hvers er fólk að pósta hérna ljóðin sín? Hver er tilgangurinn? Er það til að fá hól sem kitlar hégómagirndina eða vill það koma einhverju á framfæri, vill það bæta sig sem ljóðskáld? Fyrir mitt leyti þá er ég þakklátastur þeim sem koma með harða og rökstudda gagnrýni.
5. Mér líður rosalega vel, það er svo bjart yfir mér að ég hef ekki þurft ljósaperu í herbergið í marga mánuði - hmmm… reyndar er svosem sumar núna svo það er ekki alveg að marka. En … það að lesa mikið af leirhnoði(sem er stundum mitt eigið) á það þó til að draga mig aðeins niður. Þess vegna geri ég ekki of mikið af því.
6. Besta leiðin til að hlífa tilfinningum sínum er einfaldlega að pósta ekki ljóðin sín hér - góð eða slæm. Halló, þetta er Internetið. Þú getur gert þig að fífli fyrir framan milljarða manna með einföldum hætti í dag. Eins og the þybbni Star Wars strákurinn sem tók sjálfan sig upp á myndband sveiflandi priki ‘Sith’ style. Hann græddi reyndar iPod á því, fólk ýmist vorkenndi honum svo eða fannst þetta svo geðveikt fyndið - sem það var. En nóg um það.
7. Nýju föt keisarans henta illa íslensku veðurfari…. hvað þá íslenskum lögum um athafnir á almannafæri.
8. Mikið væri gaman ef /ljod væri staður þar sem góð ljóð fengu góða gagnrýni, slæm ljóð slæma, jafnvel góð ljóð fengju bæði góða og slæma, og það mynduðust umræður (jafnvel heitar) um ljóðin og einstaka þætti þess sem gætu kannski orðið til þess að fólk lærði að meta betur ljóðin.
9. Það er mín reynsla að því meira sem þú lærir að meta ljóð með gagnrýnum hætti, því meir lærirðu að njóta, virkilega að *NJÓTA* fallegs ljóðs. Alveg eins og það er hægt að éta jarðaber, eða virkilega njóta þess með hverjum bita, angans, bragðsins, safans, stinns og hrjúfs ytra lagsins og mjúka holdsins sem það umlykur … hmmmmmm….
10. Þegar ég gagnrýni ljóð, þá geri ég það eins og ég ætlast til að aðrir gagnrýni mín. Vitaskuld er alltaf gott að fá hól, það er vísbending um að maður sé á réttri leið, en hól fyrir slappt ljóð er bara villiljós í fenjunum - þú gætir allt eins fallið í pytt og ílengst þar, mokandi drullu fram að ragnarrökum. Það er gagnrýnin sem bendir á ljóðana á ljóðunum, sem nýtist best.
11. Áttar fólk sig á muninum á að yrkja um fallega hluti og að yrkja fallega um hluti? Bara pæling…
12. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir gagnrýni sendið mér skeyti, ég skal ekki gagnrýna ljóðin þeirra framar. Ef þið sendið mér heimilisfang með, skal ég senda ykkur mjög sérstaka flík.
;)
bestu kveðjur,
Laurent/Keats
“I think people who speak in metaphors ought to shampoo my crotch” - As good as it gets