Það var eitt sinn maður. Hann var hamingjusamur.
Sá maður var glaður, en gat einnig í bragði verið gramur vegna óhlýðni krakkanna og óvirðingu konunnar.
Eitt sinn var kona, falleg var hún tvímælalaust.
Hún málaði sig um sumur svona, en hinsegin þegar leið á haust,
vegna þess að hún var árstíðakona.
Maðurinn og konan hittust í leyni úti í almenningsgarði og keluðu eins og villidýr, jafnvel þótt að karlinn væri kvæntur.
Mæltu þau sér mót klukkan níu um kvöldið heima hjá konunni,
og lýgur hann að eiginkonunni að hann þurfi að fara í vinnuna,
rosalega spenntur.
Hann kemur heim til konunnar þar sem liggur hún nakin.
Hann klæðir sig úr fötunum og brátt yrði blokkin vakin.
Hann stingur vandlega göndulnum inn í vökul sköpin.
Og stingur upp á að þau flýji saman alla leið til Köben.
Er parið er komið í fílínginn og alveg farin að ríða,
kemur hún þá ekki öskureið, eiginkonan hans hún Fríða.
Hún heldur á hólki mannsins síns og hikar ei við að miða.
Hún er svo ösku-ösku-öskureið og skýtur hann í tippið.
Hann stendur þarna fjarrænn alveg til augna og byrjar svo að riða.
Konunni gefur hún alltof stóran óverdós svo flýgur hún og deyr er hún fer á trippið.
Þannig endaði framhjáhald og vafði hún um sig skikkjufald og flúði út um dyrnar.
Aldrei halda framhjá, fólk, því konan gæti allt í einu birst með stóran hólk (bara djók, aldrei halda framhjá, elskið bara maka ykkar og verið honum/henni trú).
Yainar.