Afhverju bjuggum við til peninga?
Peningar peningar peningar
nú snýst allt um þessa bleðla.
Fólk á þá,
þráir þá,
og hatar þá.
Stundum eru þeir fallegir
og stundum ljótir.
Ljótir núna
fagrir á morgun.
Afhverju eru svona margar tilfinningar í dauðum hlutum?
Því þeir eru nauðsynlegir
því miður.
Peningar
meira metnir
en hjörtu.
Hjörtu eru líka nauðsynleg,
en sjálfsögð.
Ef það væru engir peningar
myndu hjörtun ráða.
Vilja ekki flestir að hjörtun ráði?
Peningar
varpa skugga
á heiminn
á fólk
gott fólk
búa til vont fólk.
Afhverju kemur svona stór og voldugur skuggi af svo smáum hlutum?
En,
á morgun fer ég út í búð,
og nota peninga,
eins og þeir séu vinir mínir.
Kannski vill ég að þeir séu vinir mínir.
Kannski eru þeir vinir mínir.
En inn við beinið veit ég
að ég vil ekki svona vini.
Það er stundum gott að hafa volduga vini.
En að vera vinur óvina,
það er ekki gott.