Hjartasár
Af lífsins ólgu allri fékk ég sár
sem aldrei verður hægt að lækna,
né binda um svo fullnægjandi sé
stundum er lífið ósköp erfitt
en muna skal:”engin rós án þyrna.”
Ég má halda áfram,þótt ég felli tár
á stundum, gamla vífið kækna
- ætti að geta það -
Hjartasárin get ég ekki tekið,
að lifa með þeim er mín eina völ
en ég veit,að gefast mun mér vel,
vanda betur gjörðir mínar get.
Finna lífsins jurt í eigin hjarta,
sem gæti lindrað mína sálarkvöl.
Guð minn, gefðu framtíð bjarta
- með von í, handa mér. -