Eldflugur,
fljúgið til mín.
Ég hef ekki séð ykkur lengi.

Engladísir,
gætið mín.
Mín er ekki gætt.

Þyrnirunnar,
snautið burt!
Ég vil ekki sjá ykkur!

Sólargeislar,
skínið á mig.
Ég er orðin svo föl.

Óskasteinar,
leitið til mín.
Ég óska þess að óskir mínar rætist.