Í hjarta mínu
er landakort,
það leiðir mig
veg, slóða,fjöll
og straumharðar ár.
Oft hef ég villst
í skógi tálsýna,
en hraður slátturinn
vekur mig upp
af draumi glapræðis.
Mjúkt og hlýtt
flæði hjartans,
sendir strauma
til ástvina minna
nær og fjær.
Sorgin þiðnar
sem vetrarmjöll,
í sólinni.
Örfínn þráður sálarinnar
vefur örlög mín
til framtíðar
í ljósi vonar og kærleika.