Þín sorg var djúp og svört eins og gröfin.
Glatað djásnið og dýrasta gjöfin.
Unnusta mín fallin í valinn.
Enginn geisli um allan dalinn.
Þú sökkst í þunglyndið sár og þreyttur,
í framkomu allri og fasi breyttur.
Í forsælu gekkstu, skreiðst inn í skuggann
og bannaðir öllum að opna gluggann.
En tár þín á vonanna vængi hrundu
og gáfu þeim líf til að lyftast frá grundu.
Tíminn er mjúkur ef mein þarf að græða
hann mildar allt, þegar sárin blæða.
Öryggi finnuru í hans mundum.
Hann þerrar tárin að þrotnum stundum.
Hann gefur þér minningu milda og sterka
svo mætirðu heill til góðra verka.