stykkin úr púsluspilinu liggja
óhreyfð á hrjúfu borðinu…

manneskja gengur framhjá
byrjar að setja þau saman…

fær leiða að lokum og hendir stykkjunum
út í ískaldan skuggann í horninu…



önnur manneskja gengur framhjá
týnir upp illa farin stykkin
og byrjar að setja þau saman…

fær leiða að lokum og hendir stykkjunum
út í hálffullan vaskinn í eldhúsinu…



stykkin bíða þess ennþá
blaut og klofin
að falla saman í eina heild…

stykkin bíða þess ennþá
blaut og klofin
að rétta manneskjan
meðhöndli þau…


-parduspúsl-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.