Læðist inn um glugga
lítil týra ljóss
er strýkur mér létt um vanga
ég vakna,
býð ljósgeislann góðan daginn
og dagur hefst.

Hún rís hátt á lofti,
stikar um hægt og tignarlega
varpar glans sínum og glæsileika
á okkur dauðlegar verurnar
ég brosi á móti
píri augun til að sjá
hvort hún tók eftir mér.

Sýningin fer bráðum að slútta
frægðarsólin sest fínlega
á saltan sæ
fjöllin sýna skuggamyndir
og fá að launum seinustu geislana
ég brosi að deginum
og degi lýkur.
—–