Hjartað hjalar ljúfum rómi
hræðslan löngu horfin er.
Löngum sagt að augun ljómi
lífsins átarblómi hér.


Sílið.

Sofðu litla sílið mitt
sætt í næturblóma.
Best þó finnst mér brosið þitt
blítt þá augun ljóma.