Hann.
Hann er allt í öllu.
Fyrir mér er hann loftið,
ferskur andvari að morgni dags í flæðaskeri lífs og dauða.
Ég dansa með honum,
taktföstum öldugangi sem fjarar út og flæðir að á víxl í takt við tímann.
Hann veit hvert ég stefni og ótrauður fylgir mér,
þó feilsporin séu mörg.
Hann tekur hönd mína hvert sinn og kennir mér ný spor,
en ég veit að ég færist óðum nær flæðamálinu,
og hver dýrmæt mínúta rennur óumflýjanlega útí sandinn.

Í hvert sinn,
sem ég missi andann,
og hryn niður ósnortin allri meðvitund,
hann ber mig burt og blæs í mig lífi og ný.
Leiðir mig áfram og á endanum mun ég ná því,
á endanum mun ég læra að dansa.



Jæja ég er að fara burt í smá tíma og kem ekki nálægt tölvu í mánuð eða svo(það á eftir að vera hell)..Þannig þið hafið það öll gott og “Hann” hver svo sem hann er :) veri með ykkur:)