Það er heimurinn sem gerir mann klikkaðan
Það er kynlíf sem gerir strák.
Matur er það sem gerir þig feitan.
Klikkaði maðurinn situr í klefanum
Lemur hausnum í vegginn.
Töflur berast til hans
Gleypir þær í einum grænum.
Strákurinn situr í herberginu
Lemur hausnum í koddann.
Hugsar um stelpuna
En er samt skít sama.
Feita konan situr í eldhúsinu
Lemur hausinn í kjötið.
Grætur sig áfram
Í að borða.
Klikkaður maður, strákur og feit kona
Er blandað saman í einn graut
Sem guð skapar
Ásamt öllu öðru draslinu sem hann gerir.