Til Konu
Til Konu
Ef væri ég konungur krýndi ég þig,
kona mín, drottningu heimsins,.
því fegurð þín ætíð fellt hefur mig;
þú fjársjóður himingeimsins.
Fegurstu perlur fölna hjá þér,
fölna og hverfa í skuggann.
Lífs af þér bjartasta ljósið er,
er lýsir upp ástargluggann.
Dýrð þér eilíf, drottningin fróma;
dásemdir falli þér í skaut.
En myndu hann sem mun þig æ róma,
mig sem æva fyrir þér laut.
Blessa þú mig æ blíðasta meyja
og berðu glöð hér sælunni mót
því fyrir þig skal ég fúslega deyja,
fyrir þig mín dýrlega snót.
Mitt hjarta er fallið, þér falið í höndum,
fegurð þín æ heillaði mig.
Hér einn ég er fanginn í ástarböndum
því eina, kæra vina, mig dreymir um þig.